Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 31. ágúst 2015 21:39
Ívan Guðjón Baldursson
Di Maria: Erfitt að vinna með Louis van Gaal
Mynd: Getty Images
Angel Di Maria talaði um félagsskipti sín frá Manchester United til Paris Saint-Germain í sumar og talaði um að Louis van Gaal væri erfiður viðureignar.

Orðrómur er um að Marcos Rojo, samlandi Di Maria, hafi rifist heiftarlega við Van Gaal og sé jafnvel á förum á lokadegi gluggans, sem er á morgun.

„Van Gaal hefur sínar aðferðir og það er eitt af því sem lét mig vilja fara frá Man Utd," sagði Di Maria við ESPN Radio Argentina.

„Það er erfitt að aðlagast honum. Ég byrjaði vel en svo meiddist ég og þá gekk mér ekki nógu vel svo Van Gaal lét mig breyta um stöðu á vellinum.

„Ég reifst nokkrum sinnum við hann og það endaði á því að ég spjallaði við Laurent Blanc (þjálfara PSG) sem sagðist vilja nota mig í sömu stöðu og ég spilaði fyrir Real Madrid."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner