mán 31. ágúst 2015 16:32
Magnús Már Einarsson
Emil ekki með gegn Hollendingum
Icelandair
Emil í fyrri leiknum gegn Hollendingum.
Emil í fyrri leiknum gegn Hollendingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Hallfreðsson verður ekki með íslenska landsliðinu gegn Hollandi á fimmtudag og mun ekki mæta til móts við liðið í Amsterdam.

Eml meiddist í leik með Hellas Verona í Serie A í gær.

Allt bendir til þess að Emil missi líka af leiknum gegn Kasakstan næstkomandi sunnudag.

Ólafur Ingi Skúlason, miðjumaður Genclerbirligi, var fyrr í dag kallaður inn í hópinn vegna meiðsla Emils.

Emil hefur komið við sögu í öllum sex leikjum Íslands í undankeppninni hingað til.

Lars Lagerback, annar þjálfara íslenska liðsins, sagði við Elvar Geir Magnússon, ritstjóra Fótbolta.net, að ekki væri búið að loka öllum dyrum varðandi þátttöku Emils í seinni leiknum. Hann segist þó ekki reikna með honum í þeim leik, læknateymi liðsins væri svartsýnt eftir að meiðslin voru skoðuð.
Athugasemdir
banner
banner
banner