Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 31. ágúst 2015 14:32
Elvar Geir Magnússon
Gylfi fékk tíu síðast gegn Hollandi
Icelandair
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Á fimmtudaginn leikur Ísland við Holland ytra í undankeppni EM. Ísland er á toppi riðilsins og Hollendingar hafa harma að hefna eftir viðureign þessara liða á Laugardalsvelli.

Ísland vann heimaleik sinn 2-0 í október í fyrra þar sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin.

Fyrra markið gerði hann úr vítaspyrnu sem Birkir Bjarnason krækti í snemma leiks og það síðara með glæsilegu skot á 42. mínútu. Það er um að gera að rifja þann leik upp en í spilaranum hér að neðan má sjá svipmyndir úr leiknum.

Gylfi var valinn maður leiksins hér á Fótbolta.net og fékk 10 í einkunn, hæstu mögulegu einkunn. Spilamennska Íslands var frábær og fengu Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Emil Hallfreðsson, Aron Einar Gunnarsson og Jón Daði Böðvarsson 9.

Smelltu hér til að skoða einkunnir Íslands í leiknum


Athugasemdir
banner
banner