Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 31. ágúst 2015 21:44
Ívan Guðjón Baldursson
Hernanes orðinn leikmaður Juventus (Staðfest)
Hernanes mun gera sterkt tilkall til byrjunarliðssætis hjá Juve.
Hernanes mun gera sterkt tilkall til byrjunarliðssætis hjá Juve.
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðjumaðurinn Hernanes er kominn til Juventus fyrir svo lítið sem ellefu milljónir evra, sem gera um 8 milljónir punda.

Hernanes gerði garðinn frægan hjá Lazio áður en Inter virkjaði samningsákvæði og keypti hann á 20 milljónir evra.

Hernanes var í eitt og hálft ár hjá Inter en er nú genginn til liðs við margfalda Ítalíumeistara Juventus sem hafa tapað fyrstu tveimur deildarleikjunum á tímabilinu.

Adem Ljajic á að fylla í skarð Hernanes hjá Inter, sem var að fá Felipe Melo og Alex Telles frá Galatasaray.

Juve var að fá annan miðjumann til liðs við sig í formi Mario Lemina. Lemina er gríðarlega efnilegur Frakki sem kemur frá Marseille á sama verði og Hernanes. Samanlagt kosta miðjumennirnir því 22 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner