Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 31. ágúst 2015 13:13
Magnús Már Einarsson
Hörður Björgvin til Cesena á láni (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Hörður Björgvin Magnússon hefur gengið til liðs við Cesena á eins árs láni frá Ítalíumeisturum Juventus en þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins í dag.

Hörður spilaði tólf leiki með Cesena þegar liðið féll úr Serie A á síðasta tímabili.

Í láns­samn­ingn­um er klásúla sem ger­ir Cesena kleyft að kaupa Hörð á 1,3 millj­ón­ir evra fari svo að liðið kom­ist aft­ur upp í A-deild­ina.

Hörður er 22 ára gam­all varn­ar­maður en hann á að baki 2 leiki með íslenska landsliðinu.

Hörður kom til Juventus árið 2011 eftir að hafa leikið með yngri flokkum Fram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner