mán 31. ágúst 2015 21:12
Elvar Geir Magnússon
Amsterdam
Huntelaar, Memphis og Robben herja á Ísland
Icelandair
Robben og Memphis á æfingu Hollands í dag.
Robben og Memphis á æfingu Hollands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
De Telegraaf, stærsta dagblað Hollands, reiknar fastlega með því að Klaas-Jan Huntelaar verði fremsti sóknarmaður á fimmtudag þegar Holland mætir Íslandi í undankeppni EM.

Samkvæmt líklegu byrjunarliði Hollands verða Memphis Depay og Arjen Robben fyrir aftan Huntelaar í sóknarlínunni.

Robin van Persie hefur misst fyrirliðabandið til Robben og þykir líklegt að þessi sóknarmaður Fenerbahce byrji á bekknum.

„Síðasta sunnudag spilaði hann heilan leik í fyrsta sinn á tímabilinu. Það telst ekki mikið," sagði Danny Blind, landsliðsþjálfari Hollands, við fjölmiðla um Van Persie.

Luuk de Jong er annar leikmaður sem gerir tilkall í sóknarlínuna en Huntelaar, sem spilar með Schalke í Þýskalandi, er talinn líklegastur sem fremsti maður.

Þá verður Daley Blind væntanlega í vinstri bakverði þar sem Jetro Willems er meiddur.
Athugasemdir
banner
banner
banner