Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 31. ágúst 2015 17:13
Ívan Guðjón Baldursson
Javier Hernandez til Bayer Leverkusen (Staðfest)
Hernandez fær treyju númer 7 og er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Leverkusen.
Hernandez fær treyju númer 7 og er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Leverkusen.
Mynd: Getty Images
Javier Hernandez er orðinn leikmaður Bayer Leverkusen samkvæmt Sky Sports.

Félagsskiptaglugginn í Þýskalandi lokaði fyrr í dag en glugginn á Englandi lokar ekki fyrr en á morgun klukkan 17:00.

Hernandez er 27 ára gamall sóknarmaður sem kom til Manchester United fyrir fimm árum.

Hjá Man Utd hefur mexíkóski framherjinn yfirleitt verið varaskeifa og var hann lánaður til Real Madrid á síðasta tímabili, þar sem hann skoraði nokkur gríðarlega mikilvæg mörk.

Real vildi ekki halda sóknarmanninum þannig að nú hefur hann verið seldur til Bayer. Kaupverðið er ekki uppgefið en talið nema um 9 milljónum punda.
Athugasemdir
banner
banner