Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 31. ágúst 2015 18:05
Daníel Freyr Jónsson
Juventus að landa Hernanes og Lemina
Hernanes er á leið til Juventus.
Hernanes er á leið til Juventus.
Mynd: Getty Images
Ítalíumeistarar Juventus ætla að styrkja sig fyrir lok félagaskiptagluggans á Ítalíu í kvöld og er tveir leikmenn á leiðinni til félagsins.

Hefur Inter samþykkt 11 milljón evra tilboð Juventus í brasilíska miðjumanninn Hernanes og er félagið nú í kapphlaupi við tímann til að klára félagaskiptin.

Inter keypti Hernanes frá Lazio fyrir nærri tvöfalt hærir upphæð í janúar á síðasta ári.

Þá er Juventus einnig að fá Mario Lemina, leikmann Marseille og U-21 landsliðs Frakklands. Hann er þegar mættur til Túrín til að gangast undir læknisskoðun.

Juventus hefur farið illa af stað og tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. Félagið missti þá Arturo Vidal og Carlos Tevez í sumar, en þeir voru áðir lykilleikmenn á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner