banner
   mán 31. ágúst 2015 09:32
Magnús Már Einarsson
Leverkusen reynir að kaupa Javier Hernandez
Mynd: Getty Images
Bayer Leverkusen er að reyna að kaupa Javier Hernandez framherja Manchester United.

Félagaskiptaglugginn í Þýskalandi lokar í dag og því þarf Leverkusen að hafa hraðar hendur.

Talið er að Hernandez fari á níu milljónir punda ef skiptin ganga í gegn.

Hinn 27 ára gamli Hernandez var á láni hjá Real Madrid á síðasta tímabili en Mexíkóinn virðist nú vera alfarið á förum frá Manchester United.

West Ham vildi fá Hernandez á dögunum en hætti við út af háum launagreiðslum. Talið er að Hernandez hafi viljað fá 100 þúsund pund í vikulaun hjá West Ham sem og 90 þúsund pund fyrir hvert mark. Það hefði orðið einn hæsti markabónus í heimi.
Athugasemdir
banner
banner
banner