mán 31. ágúst 2015 09:20
Magnús Már Einarsson
Man Utd með hátt tilboð í Martial
Powerade
Anthony Martial.
Anthony Martial.
Mynd: Getty Images
Félagaskiptagluggginn á Englandi lokar á morgun og ýmsar kjaftasögur eru í gangi.



Chelsea er að hefja viðræður við Juventus um kaup á Paul Pogba en félagið er tilbúið að borga 87,5 milljónir punda fyrir hann. (Daily Star)

Manchester United hefur boðið 36,3 milljónir punda í Anthony Martial framherja Monaco en Arsenal vill líka fá þennan 19 ára strák. (RMC Sport)

Bournemouth er að fá Jonathan De Guzman á láni frá Napoli. (Daily Mail)

West Ham er að krækja í Victor Moses á lánssamning frá Chelsea. (Sky Sports)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, er að undirbúa nýtt tilboð í Saido Berahino framherja WBA og hann ætlar einnig að bjóða í Victor Wanyama miðjumann Southampton. (Telegraph)

Matt Phillips, kantmaður QPR, gæti farið til WBA. (Daily Mirror)

Garry Monk, stjóri Swansea, segir að framherjinn Baetimbi Gomis sé ekki til sölu en orðrómur er um að hann sé með klásúlu um að hann megi fara á sjö milljónir punda. (Telegraph)

Emanuele Giaccherini er á leið til Bologna á láni frá Sunderland. (Sunderland Echo)

Veðbankar hafa lækkað stuðla á að Manchester United kaupi Charlie Austin frá QPR. (Metro)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner