Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 31. ágúst 2015 13:00
Magnús Már Einarsson
Skipt um gervigras á Ásvöllum
Frá Ásvöllum.
Frá Ásvöllum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í þessari viku hefst vinna við að skipta um gervigras á heimavelli Hauka á Ásvöllum.

„Við áætlum að ljúka endurgerð vallarins í september," sagði Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri Hauka við Fótbolta.net.

„Það var auðvitað orðið löngu tímabært að skipta því gamla út fyrir nýtt, en álagið á völlinn hefur verið gríðarlegt á umliðnum árum. Mesta furða hvað það hefur enst, var lagt á árið 2005."

Haukar eiga einn heimaleik eftir í 1. deild karla, gegn BÍ/Bolungarvík þann 12. september.

Ekki verður hægt að spila þann leik á Ásvöllum en það skýrist í vikunni hvar sá leikur fer fram.
Athugasemdir
banner
banner
banner