mán 31. ágúst 2015 08:19
Þórður Már Sigfússon
Sneijder: Vika sannleikans runnin upp
Icelandair
Wesley Sneijder.
Wesley Sneijder.
Mynd: Getty Images
Wesley Sneijder, leikmaður hollenska landsliðsins, segir ekkert annað koma til greina nema sigrar í komandi landsleikjum gegn Íslendingum og Tyrkjum í undankeppni EM en viðurkennir að það verði alls ekki auðvelt verkefni.

„Það er pressa á okkur en við erum oft bestir þegar mikið er undir,“ sagði Sneijder við hollenska fjölmiðla í gær.

Hann segir að það hafi verið sárt að horfa á eftir Guus Hiddink sem lét af störfum sem landsliðsþjálfari Hollendinga í sumar en áréttar að nýji maðurinn í brúnni, Danny Blind, þurfi nú á stuðningi allra leikmannanna að halda.

„En við eigum ekki að horfa til baka. Við verðum að tryggja það Danny Blind byrji sem allra best,“ sagði Sneijder og bætti við.

„Ef við vinnum síðustu fjóra leikina verðum við í pottinum þegar dregið verður í desember en ég veit að það hljómar auðveldara en það er.“
Athugasemdir
banner
banner