Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
   mán 31. ágúst 2015 10:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upptaka - Viðar Kjartans: Er bullandi flughræddur
Icelandair
Viðar Örn í landsleik.
Viðar Örn í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson var gestur útvarpsþáttarins Fótbolti.net á laugardag. Þessi sóknarmaður íslenska landsliðsins er á leið til Hollands þegar þessi frétt birtist en framundan er stórleikur á Amsterdam Arena á fimmtudag eins og allir vita.

Viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér að ofan

Viðar leikur með Jiangsu Guoxin-Sainty sem er í áttunda sæti kínversku úrvalsdeildarinnar og segir að lífið í Kína sé mjög frábrugðið því sem Evrópubúar eiga að venjast. Í viðtalinu upplýsti hann um flughræðslu sína.

„Það er svakalega mikið flogið í Kína og ég er í flugvél 1-2 í viku. Maður reynir að sofa en ég er ekki góður í að sofa í flugvélum, maður er með tölvuna og horfir á þætti og svona. Svo er maður bullandi flughræddur en reynir að hugsa eitthvað fallegt," sagði Viðar en hann segir að liðið hafi ekki staðið undir væntingum á tímabilinu.

„Við eigum að vera ofar en það hefur ekki verið nægilega mikill stöðugleiki og við höfum fengið mörg mörk á okkur. Stærstu liðin eru að sækja sinn styrk í sterkustu deildir heims og það er erfitt að keppa við það en við eigum samt að vera ofar."

Þjálfaraskipti urðu hjá liðinu og rúmenska goðsögnin Dan Petrescu tók við.

„Hann er mjög flottur og virðist hafa mikla trú á mér. Ég nýt mín miklu betur undir hans stjórn og hann hefur miklu meira vit á fótbolta en gamli þjálfarinn ef ég á að vera hreinskilinn," segir Viðar sem er kominn með 8 mörk en hefði viljað skora meira.

„Á síðasta tímabili var allt inni og sjálfstraustið var aðeins meira. Ég hef ekki verið eins stabíll í markaskorun en hef spilað betur í Kína en í Noregi þó ég hafi spilað meira í Noregi. Ég er ekki að fá eins mikla þjónustu og eins mikil færi og ég fékk í Noregi án þess að taka ábyrgðina frá mér. Við erum ekki að ná eins vel saman og ég var að ná með félögunum í Noregi."

„Ég er klárlega búinn að taka skref fram á við sem leikmaður í Kína, ég er pottþéttur á því. Ég er betri á boltann núna. Í Noregi var maður meira að klára með einni snertingu en ég er núna meira að halda boltanum og spila fjölbreyttari leik."

Varðandi framtíðina segir Viðar ómögulegt að spá í hvað gæti gerst, hann er ánægður þar sem hann er í augnablikinu.

„Ég hugsa að maður taki annað tímabil í Kína og sjái svo til. Fótboltinn er það óútreiknanlegur að það getur allt gerst. Maður veit ekki neitt. Ég reiknaði ekkert með því að vera í Kína núna en mér líður vel þar. Ég kem til með að koma til Evrópu einn daginn en það var ekki hægt að sleppa þessu," segir Viðar.

Eins og áður sagði er Viðar í íslenska landsliðshópnum sem mætir Hollandi og Kasakstan. Hann hefur komið við sögu í einum leik í undankeppninni.

„Maður fer inn í þetta með það markmið að spila. Maður vill spila og vera tilbúinn ef kallið kemur. Maður er voðalega spenntur fyrir þessum mikilvægu leikjum. Liðið er með sjálfstraustið í botni og draumur okkar og allra Íslendinga er að komast á stórmót á næsta ári."

Viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner