mið 31. ágúst 2016 16:43
Elvar Geir Magnússon
Asamoah Gyan eltir aurinn - Frá Kína til Dubai
Asamoah Gyan.
Asamoah Gyan.
Mynd: Getty Images
Asamoah Gyan hefur skipt um félag en hann er kominn til Al-Ahli í Dubai frá kínverska félaginu Shanghai SIPG í Kína.

Þessi 30 sóknarmaður lék á sínum tíma með Sunderland en það kom mörgum á óvart þegar hann ákvað að yfirgefa ensku úrvalsdeildina og halda til Al-Ain í Abu Dhabi 2011.

Gyan hefur þénað ansi vel síðustu ár þrátt fyrir að vera ekki að spila í sterkustu deildunum og hann heldur áfram að gera veskið þykkara.

Gyan hefur skorað 48 mörk í 95 landsleikjum fyrir Gana.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner