Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 31. ágúst 2016 17:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cuadrado lánaður í þrjú ár til Juventus (Staðfest)
Cuadrado er farinn aftur til Juventus
Cuadrado er farinn aftur til Juventus
Mynd: Getty Images
Kólumbíumaðurinn Juan Cuadrado er kominn aftur til Juventus frá Chelsea. Hann krotaði undir mjög óvenjulegan þriggja ára lánssamning.

Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Cuadrado mun spila með Juventus, en þar spilaði hann á síðasta tímabili, einnig í láni frá Chelsea.

Cuadrado verður nú hjá Juventus til ársins 2019, en þó var hann ekki keyptur. Mjög svo óvenjulegur samningur þarna á ferð.

Hann var ekki í áætlunum hjá Antonio Conte og fékk því leyfi til þess að fara aftur til Ítalíu.

Það er nóg að gera hjá skrifstofunni hjá Chelsea þessa stundina þar sem bakvörðurinn Marcos Alonso var keyptur fyrir stuttu. Þá er David Luiz aftur á leið til félagsins eftir dvöl hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi.



Athugasemdir
banner
banner