Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 31. ágúst 2016 22:13
Alexander Freyr Tamimi
Enner Valencia lánaður til Everton (Staðfest)
Valencia er genginn til liðs við Everton á láni.
Valencia er genginn til liðs við Everton á láni.
Mynd: Getty Images
Enner Valencia er genginn í raðir Everton á láni út tímabilið frá West Ham, en þetta staðfesti fyrrnefnda félagið. Everton mun geta keypt leikmanninn á 14,5 milljónir punda eftir tímabilið.

Valencia hafði verið sterklega orðaður við Swansea fyrr í vikunni en síðar kom í ljós að ekkert yrði að vistaskiptum hans þangað. Nú er þó ljóst að hann verður ekki áfram hjá West Ham á þessari leiktíð.

Ekvadorski landsliðsmaðurinn gekk í raðir West Ham fyrir tólf milljónir punda fyrir tveimur árum síðan frá Pachuca í Mexíkó. Hann hefur spilað talsvert í byrjun tímabilsins og kom því nokkuð á óvart að hann væri á förum frá félaginu, enda á hann þrjú ár eftir af samningi sínum.

Valencia hefur skorað 16 mörk í 29 landsleikjum fyrir Ekvador, en hann hefur skorað 10 mörk í 61 leikjum fyrir West Ham.
Athugasemdir
banner
banner
banner