Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 31. ágúst 2016 20:06
Alexander Freyr Tamimi
Ian Jeffs og Alfreð stýra ÍBV út tímabilið (Staðfest)
Ian Jeffs mun stýra ÍBV ásamt Alfreð Elíasi Jóhannssyni út tímabilið.
Ian Jeffs mun stýra ÍBV ásamt Alfreð Elíasi Jóhannssyni út tímabilið.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
ÍBV hefur staðfest að þeir Ian Jeffs og Alfreð Elías Jóhannsson muni stýra liðinu í Pepsi-deildinni út þetta tímabil. Fótbolti.net greindi frá því í morgun að sú yrði niðurstaðan.

Bjarni Jóhannsson hætti óvænt sem þjálfari ÍBV um þarsíðustu helgi.

Alfreð og Ian tóku tímabundið við liðinu og stýrðu því í 2-1 tapi gegn Víkingi R. um síðustu helgi og í 1-1 jafntefli gegn Þrótti R. á sunnudaginn.

Alfreð var áður aðstoðarþjálfari ÍBV en hann þjálfar 2. flokk karla hjá félaginu. Jeffs er leikmaður ÍBV en hann þjálfar einnig meistaraflokk kvenna.

ÍBV er í 10. sæti í Pepsi-deild karla með 18 stig, fjórum stigum frá fallsvæðinu þegar fimm umferðir eru eftir.

Yfirlýsing ÍBV í heild sinni hljóðar svo:

„Knattspyrnudeild karla hefur náð samkomulagi við Ian Jeffs og Alfreð Elías Jóhannsson til að stýra ÍBV út tímabilið. Alfreð var aðstoðarmaður Bjarna í sumar og þjálfari 2.flokks ÍBV. Hann mun halda áfram sem þjálfari 2. flokksins samhliða þessu verkefni. Ian Jeffs er leikmaður liðsins sem og aðalþjálfari meistaraflokks kvenna. Ian Jeffs mun einnig halda áfram sem þjálfari kvennaliðsins samhliða því að stýra karlaliðinu.

Knattspyrnuráð ÍBV hefur fulla trúa á nýja þjálfarateyminu og óskar þeim velfarnaðar í starfi. Um leið vill knattspyrnuráð karla þakka samstarfið við knattspyrnuráð kvenna við lausn á þessu máli."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner