Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
   mið 31. ágúst 2016 22:38
Mist Rúnarsdóttir
Laufey Björns: Vil ekki meina að ég sé hetjan
Laufey skoraði sigurmarkið sem skýtur Val aftur í toppbaráttuna
Laufey skoraði sigurmarkið sem skýtur Val aftur í toppbaráttuna
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta var frábært. Skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað held ég,” sagði markaskorarinn Laufey Björnsdóttir í viðtali við Fótbolta.net skömmu eftir að hún hafði tryggt liði sínu sigur með glæsilegu marki á lokamínútunni gegn toppliði Stjörnunnar.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Stjarnan

„Það var bæði erfitt og mjög gaman, allt í bland. Við ætluðum að vinna þær í baráttunni. Við erum með gott fótboltalið og ef við vinnum baráttuna þá erum við vel staddar. Við ætluðum að reyna að vera þéttar og láta boltann ganga vel. Mér fannst við vera yfir í baráttunni. Við vorum allar sem ein að berjast eins og ljón.”

Það var mikil dramatík á lokamínútum leiksins og við spurðum Laufey hvað hafi farið í gegnum huga hennar þegar Pála Marie, liðsfélagi hennar, fékk að líta rauða spjaldið í lok leiks.

„Ég hugsaði bara að við ætlum að vinna þetta. Það kom einhver extra orka í okkur allar þegar það gerðist,” sagði Laufey og sagðist hafa hugsað það sama í mótlætinu þegar Margrét Lára misnotaði vítaspyrnu.

Mótlætið efldi Valsliðið bara og Laufey sagðist viss um að geta skorað þegar hún fékk boltann í skotfæri utan teigs. Hún svoleiðis smellhitti boltann og tryggði Val 2-1 sigurinn með draumamarki.

„Ég vil ekki meina að ég hafi verið hetjan. Við stóðum okkur allar ógeðslega vel og það var bara ótrúlega gaman að ég skuli hafa skorað”

Þessi úrslit hleypa lífi í toppbaráttuna og Valsarar færa sig nær toppsætinu.

„Auðvitað eigum við séns. Við gerðum okkur aðeins auðveldara fyrir í sénsinum með því að taka þrjú stig hér þannig að við höldum bara áfram að berjast,” sagði Laufey bjartsýn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner