Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 31. ágúst 2016 21:42
Alexander Freyr Tamimi
Liverpool lánar Markovic til Sporting (Staðfest)
Lazar Markovic hefur verið lánaður.
Lazar Markovic hefur verið lánaður.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur lánað serbneska landsliðsmanninn Lazar Markovic til portúgalska stórliðsins Sporting út tímabilið. Þetta staðfesti enska úrvalsdeildarfélagið rétt í þessu.

Markovic hefur spilað 34 leiki fyrir Liverpool í hinum ýmsu stöðum en hann var lánaður til Fenerbahce í Tyrklandi á síðustu leiktíð eftir að hafa gengið í raðir Liverpool frá Benfica sumarið 2014.

Markovic er einungis 22 ára gamall og virðist ekki vera hluti af nánustu framtíðaráformum Jurgen Klopp. Hann á 21 landsleik að baki fyrir Serbíu, en uppeldisfélag hans er Partizan Belgrad í heimalandinu.

Liverpool hefur losað sig við fjöldan allan af leikmönnum í félagaskiptaglugganum, en fyrr í kvöld gekk Mario Balotelli í raðir Nice.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner