Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 31. ágúst 2016 18:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Monaco hafnaði risatilboði frá Manchester City í 17 ára strák
Kylian Mbappe er aðeins 17 ára gamall
Kylian Mbappe er aðeins 17 ára gamall
Mynd: Getty Images
Það er gluggadagur og AS Monaco í Frakklandi fær risatilboð frá Manchester-liði í frekar ungan strák sem enn á eftir að sanna sig. Hljómar þetta kunnulega? Jú, þetta er ansi svipað og þegar Manchester United gerði sóknarmanninn Anthony Martial að dýrasta táningi sögunnar síðasta sumar.

Nú eru það nágrannarnir í City sem eru búnir að gera ótrúlegt tilboð í ungan leikmann Monaco, hinn 17 ára gamla Kylian Mbappe. Frá þessu greinir L’Equipe sem eru oftast mjög áreiðanlegir þegar kemur að svona málum.

Samkvæmt sömu frétt hafnaði Monaco tilboðinu frá Manchester City sem hljóðar upp á 40 milljónir evra í Mbappe.

Leikmaðurinn braust fram á sjónarsviðið hjá Monaco á síðasta leiktímabili og varð þá yngsti markaskorarinn í sögunni hjá félaginu. Hann braut það met sem Thierry nokkur Henry setti á sínum tíma hjá Monaco.

Það er spurning hvað gerist hjá Mbappe, en það er enn tími fyrir City að ná í hann frá Monaco. Félagsskiptaglugganum lýkur klukkan 22:00 í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner