Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 31. ágúst 2016 08:45
Magnús Már Einarsson
Mourinho reiður út í Schweinsteiger
Powerade
Schweinsteiger neitar að fara frá Manchester United.
Schweinsteiger neitar að fara frá Manchester United.
Mynd: Getty Images
Florentin Pogba gæti verið á leilð í enska boltann.
Florentin Pogba gæti verið á leilð í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Félagaskiptaglugginn lokar klukkan 22:00 í kvöld. Hér eru alls konar slúðursögur sem gætu ræst í dag!



David Luiz er á leið aftur til Chelsea á 32 milljónir punda. (Daily Mail)

Jack Wilshere er á leið til Crystal Palace á láni frá Arsenal. 22 félög vildu fá Wilshere í sínar raðir á láni. (Daily Mirror)

Wilshere hefði getað farið til AC Milan á láni. (Sun)

Chelsea kaupir vinstri bakvörðinn Marcos Alonso frá Fiorentina á 23 milljónir punda í dag. (Telegraph)

Tottenham vill fá Isco á láni frá Real Madrid. (Daily Mirror)

Burnley er að kaupa Jeff Hendrick miðjumann Derby á 10 milljónir punda. (Daily Mail)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er reiður út Bastian Schweinsteiger eftir að Þjóðverjinn neitaði að fara frítt til Sporting Lisabon. (Daily Star)

Valencia hefur óskað eftir að fá Marcos Rojo á láni frá Manchester United. (Squawka)

WBA ætlar að bjóða 32 milljónir punda í Odion Ighalo, framherja Watford. Tony Pulis ætlar að selja Saido Berahino til Stoke til að fjármagna kaupin. (Mirror)

Leicester vonast ennþá til að fá Islam Slimani og Adrien Silva frá Sporting Lisabon áður en glugginn lokar í kvöld. (Leicester Mercury)

Sunderland er að reyna að fá Didier Ndong, miðjumann Lorient, á 17 milljónir punda. Hann verður þá dýrasti leikmaðurinn í sögu Sunderland. (Sunderland Echo)

Sunderland ætlar einnig að reyna að fá Florentin Pogba, bróður Paul Pogba. Florentin er varnarmaður en hann gæti komið frá St Etienne á 6,5 milljónir punda. (Sun)

Everton gæti keypt varnarmanninn Lamine Kone frá Sunderland ef síðarnefnda félagið nær að fá Mamadou Sakho á láni frá Liverpool. (Liverpool Echo)

Stoke er að fá Bruno Martins Indi á láni frá Porto. (Stoke Sentinel)

Eliaquim Mangala er við það að fara frá Manchester City til Porto á láni. (Manchester Evening News)

Crystal Palace er að kaupa miðjumanninn Tomas Rincon frá Genoa. (Croydon Advertiser)

Tottenham hefur hafnað 24 milljóna punda tilboði frá Wolfburg í Son Heung-Min. (Sun)

Juventus ætlar að kaupa Axel Witsel, miðjumann Zenit St Pétursborg, á 15 milljónir punda. (Gazzetta)

Hull City og Lyon eru að berjat um Max Gradel, kantmann Bournemouth. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner