Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 31. ágúst 2016 17:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Svona brást Hope Solo við banninu sem hún fékk
Solo brást illa við eftir tap á Ólympíuleikunum
Solo brást illa við eftir tap á Ólympíuleikunum
Mynd: Getty Images
Bandaríski landsliðsmarkvörðurinn Hope Solo var fyrir ekki svo löngu dæmd í nokkuð umdeilt sex mánaða bann vegna ummæla sinna eftir tap gegn Svíþjóð í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar.

Solo var mjög pirruð eftir leikinn, en hún lét gamminn geysa í viðtölum og talaði um að sænska liðið væri samansafn af skræfum ef svo má segja.

„Við töpuðum fyrir liði sem skipað er af heiglum," sagði Solo fúl eftir tapið. „Betra liðið vann ekki í dag."

Nokkru eftir leikinn var svo greint frá því að hún hefði verið dæmd í sex mánaða bann fyrir þessi ummæli sín og að auki var samningi hennar við bandaríska landsliðið rift. Það er því ansi ólíklegt að hún muni aftur spila fyrir hönd þjóðar sinnar.

Solo tók þessum fregnum illa eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Þetta er brot úr væntanlegri sex þátta heimildamynd sem ber nafnið Keeping Score.

„Sex mánaða bann, engar greiðslur, samningnum rift strax," segir Solo er hún faðmar eiginmann sinn, fyrrverandi NFL-leikmanninn Jerramy Stevens.

„Þetta er ekki bara bann heldur er samningnum líka rift. Þetta er kjaftæði. Sautján helvítis ár og þetta er búið."

Hér að neðan má sjá myndband af þessu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner