Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 31. ágúst 2016 18:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-kvenna: ÍBV með útisigur gegn botnliðinu
Chloe Lacasse setti sigurmark ÍBV
Chloe Lacasse setti sigurmark ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 0 - 1 ÍBV
0-1 Cloe Lacasse ('46 )
0-1 Cathrine Dyngvold ('48, misnotað víti)
Lestu nánar um leikinn

Fyrsta leik dagsins í Pepsi-deild kvenna er lokið þar sem ÍA og ÍBV mættust á Akranesi. Fyrir leikinn var ÍBV um miðja deild á meðan heimakonur úr ÍA voru á botni deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti.

Fyrri hálfleikurinn var frekar tíðindalítill og rólegur, en í upphafi seinni hálfleiks breyttist það. Strax á 46. mínútu skoraði Chloe Lacasse og kom ÍBV 1-0 yfir. Gestirnir komnir yfir, en Skagastúlkur fengu þó tækifæri til þess að jafna aðeins tveimur mínútum síðar þegar vítaspyrna var dæmd. Á punktinn fyrir ÍA steig Cathrine Dyngvold, en hún skaut fram hjá markinu og ÍBV því enn með forystu.

Þetta var allt frekar rólegt eftir þetta og lokaniðurstaðan réðst á þessu eina marki sem kom á 46. mínútu. Chloe Lacasse með sigurmarkið og lokatölur 1-0 fyrir gestina úr ÍBV. Mjög góð úrslit fyrir Vestmannaeyinga sem sigla nokkuð lygnan sjó um miðja deild.

Eftir þennan leik er ÍBV með 24 stig í 4. sæti á meðan ÍA er áfram á botni deildarinnar með átta stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner