Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 31. ágúst 2016 20:01
Alexander Freyr Tamimi
Pepsi-kvenna: Sigrar hjá Þór/KA og KR
Sigríður María var hetja KR.
Sigríður María var hetja KR.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Tveimur leikjum var fyrir skömmu að ljúka í Pepsi-deild kvenna.

KR vann lífsnauðsynlegan sigur í botnbaráttunni gegn lánlausu liði Selfoss á útivelli. Sigríður María Sigurðardóttir tryggði gestunum úr vesturbæ 1-0 sigur með marki eftir rúman hálftíma. KR er nú með 9 stig, einungis stigi frá Selfossi sem er í 8. sætinu.

Þór/KA vann 3-2 sigur gegn FH í hörkuleik. Hulda Ósk Jónsdóttir, Sandra María Jessen og Sandra Gutierrez skoruðu mörk Akureyrarstúlkna en Aldís Kara Lúðvíksdóttir og Nadia Atladóttir voru á skotskónum fyrir FH. Eftir sigurinn er Þór/KA með 25 stig í 4. sætinu en FH er í 7. sæti með 13 stig.

Selfoss 0 - 1 KR
0-1 Sigríður María S Sigurðardóttir ('31)

Þór/KA 3 - 2 FH
1-0 Hulda Ósk Jónsdóttir ('34)
1-1 Aldís Kara Lúðvíksdóttir ('45, víti)
2-1 Sandra María Jessen ('48)
3-1 Sandra Stephany Mayor Gutierrez ('57)
3-2 Nadia Atladóttir ('72)
Athugasemdir
banner
banner