mið 31. ágúst 2016 21:57
Alexander Freyr Tamimi
Poyet yfirgefur West Ham
Diego Poyet er farinn frá West Ham.
Diego Poyet er farinn frá West Ham.
Mynd: Getty Images
Diego Poyet hefur komist að samkomulagi við West Ham um að yfirgefa félagið. Þessi 21 árs gamli miðjumaður hefur spilað 10 leiki fyrir félagið á síðustu tveimur árum.

Poyet gekk í raðir West Ham frá Charlton og getur nú gengið í raðir annars félags utan félagaskiptagluggans sem lokar eftir örfáar mínútur.

Poyet er sonur úrúgvæsku knattspyrnugoðsagnarinnar Gustavo Poyet sem hefur meðal annars þjálfað Brighton og Sunderland á Englandi. Hann er nú þjálfari Real Betis á Spáni.
Athugasemdir
banner