Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 31. ágúst 2016 19:11
Alexander Freyr Tamimi
Sissoko á leið í læknisskoðun hjá Everton
Moussa Sissoko er á leið til Everton.
Moussa Sissoko er á leið til Everton.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Franski miðjumaðurinn Moussa Sissoko er á leið í læknisskoðun hjá Everton samkvæmt Sky Sports.

Sissoko hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á að yfirgefa Newcastle og komast aftur í ensku úrvalsdeildina eftir frábært Evrópumót með Frakklandi í sumar. Talið er að Everton muni greiða 30 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Tottenham hafði sýnt Sissoko áhuga undanfarið en hár verðmiði virðist hafa fælt félagið. Nú lítur allt út fyrir að viðræður Everton og Newcastle hafi borið árangur og mun Frakkinn líklega klæðast bláu áður en langt um líður.

Sissoko er fæddur árið 1989 og á að baki 44 landsleiki fyrir Frakkland. Þótti hann vera einn besti leikmaður liðsins á nýafstöðnu EM. Hann hafði leikið allan sinn feril með Toulouse í heimalandinu áður en hann gekk í raðir Newcastle árið 2013.
Athugasemdir
banner
banner
banner