Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 31. ágúst 2016 21:31
Alexander Freyr Tamimi
Sunderland fær belgískan landsliðsmann (Staðfest)
Denayer var í eldlínunni á EM 2016.
Denayer var í eldlínunni á EM 2016.
Mynd: Getty Images
Sunderland hefur fengið belgíska landsliðsmanninn Jason Denayer á láni til sín frá Manchester City út tímabilið.

Denayer er 21 árs gamall varnarmaður og er áttundi leikmaðurinn sem David Moyes fær til Sunderland í sumar.

Denayer hefur öðlast talsverða reynslu undanfarin tvö tímabil, fyrst með Celtic og síðan með Galatasaray á síðustu leiktíð. Spilaði hann í Meistaradeildinni með báðum liðum.

Hjá Celtic var Denayer valinn besti ungi leikmaður tímabilsins af leikmönnum og hjá Galatasaray vann hann tyrkneska bikarinn.

Denayer á átta landsleiki að baki með Belgíu og hefur einnig spilað fyrir U19 og U21 landsliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner