Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 31. ágúst 2016 21:16
Alexander Freyr Tamimi
Tottenham að stela Sissoko af Everton
Hvert fer Sissoko?
Hvert fer Sissoko?
Mynd: Getty Images
Framtíð miðjumannsins Moussa Sissoko virðist ætla að þróast á allt annan hátt en búist var við fyrir örfáum klukkustundum. Þykir nú líklegt að hann endi sem leikmaður Tottenham áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Sky Sports greinir frá því að Tottenham hafi jafnað boð Everton í þennan öfluga leikmann Newcastle og samkvæmt veðbanka Sky er nú líklegra að hann fari til Lundúnaliðsins. Stuðullinn er 1.33 á að hann fari til Tottenham en 3.33 á að hann fari til Everton.

Sissoko hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á að yfirgefa Newcastle og komast aftur í ensku úrvalsdeildina eftir frábært Evrópumót með Frakklandi í sumar. Sky Sports greindi frá því í kvöld að Everton væri líklegur áfangastaður þar sem Tottenham væri ekki tilbúið að borga 30 milljónir punda. Var hann sagður á leið í læknisskoðun hjá félaginu.

Nú virðist hins vegar sem hlutirnir hafi breyst en hann sjálfur er sagður vilja frekar fara í Tottenham.

Sissoko er fæddur árið 1989 og á að baki 44 landsleiki fyrir Frakkland. Þótti hann vera einn besti leikmaður liðsins á nýafstöðnu EM. Hann hafði leikið allan sinn feril með Toulouse í heimalandinu áður en hann gekk í raðir Newcastle árið 2013.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner