banner
   fös 31. október 2014 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Danmörk: Lærisveinar Ólafs töpuðu fyrir toppliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nordsjælland tapaði fyrir Midtjylland með tveimur mörkum gegn engu í dönsku deildinni í kvöld.

Midtjylland situr í toppsæti deildarinnar á meðan Nordsjælland er í fjórða sætinu en Mario Ticinovic fékk að líta rauða spjaldið í liði Nordsjælland á 56. mínútu.

Mínútu síðar skoraði Pione Sisto og þá bætti hann við öðru þegar um það bil tuttugu mínútur voru eftir.

Leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna sem eru með 10 stiga forskot í deildinni og útlitið því ansi gott fyrir liðið. Ólafur Kristjánsson og félagar í Nordsjælland sitja áfram í fjórða sætinu með 20 stig, þó aðeins stigi á eftir Randers og FCK sem eru í öðru og þriða sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner