Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 31. október 2014 12:44
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Pistillinn í heild 
Fréttastjóri Vísis: Grindavík skorti heilbrigða skynsemi
„Lágmark að óska eftir meðmælum"
Tumi er lengst til vinstri á myndinni.
Tumi er lengst til vinstri á myndinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, er með áhugaverðan pistil sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Þar fjallar hann um mál Grindavíkur og Guðjóns Þórðarsonar en félagið var í gær dæmt til að greiða þessum fyrrum þjálfara sínum á níundu milljón.

Umdeilt var innan félagsins þegar Guðjón var ráðinn á sínum tíma og varð klofningur í stjórn félagsins í kjölfarið. Samið var við Guðjón til þriggja ára en farnar krókaleiðir til að losa hann undan samningi eftir eitt ár.

„Grindvíkingar hefðu með heilbrigðri skynsemi í þjálfaraleit sinni haustið 2011 getað sparað sér þessar milljónir og tilheyrandi vesen fyrir dómstólum.," skrifar Tumi sem gagnrýnir vinnubrögð varðandi ráðningu Guðjóns.

„Standa ætti fagmannlega að ráðningu þjálfara sem líklega verður launahæsti starfsmaður félagsins næstu árin. Velta má fyrir sér hvort Grindvíkingar hafi óskað eftir meðmælum hjá þeim sem voru áhugasamir um starfið. Í flestum öðrum geirum er gerð krafa til umsækjenda um að þeir geti útvegað meðmæli frá fólki sem þekki vel til starfa þeirra."

„Ef um stóra ákvörðun er að ræða væri það símtalsins virði að komast að því hvað hefði ekki gengið upp hjá umsækjanda í hans síðustu störfum. Sérstaklega ef hann staldraði þar stutt við. Í fótboltaheiminum virðast gilda sérstök lögmál. Þar vinnur kapp í keppni við skynsemi."

Smelltu hér til að lesa pistil Kolbeins Tuma í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner