fös 31. október 2014 18:00
Elvar Geir Magnússon
Giroud á undan áætlun - Gæti spilað í desember
Olivier Giroud.
Olivier Giroud.
Mynd: Getty Images
Theo Walcott mun ekki koma við sögu hjá Arsenal á morgun þegar liðið mætir Burnley þrátt fyrir að tvær vikur séu síðan hann hóf æfingar á fullu.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að enski landsliðsmaðurinn sé ekki alveg klár fyrir ákefðina í ensku úrvalsdeildinni. Engin áhætta verði tekin eins og Fótbolti.net greindi frá í morgun.

Það eru betri fréttir varðandi sóknarmanninn Olivier Giroud sem Wenger segir að sé þremur vikum á undan áætlun í endurhæfingu sinni eftir meiðsli.

Frakkinn getur því snúið aftur til æfinga á næstunni og gæti byrjað að spila aftur í desember en fyrst var talið að hann yrði frá út árið.


Athugasemdir
banner
banner