fös 31. október 2014 14:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Manchester, Noregur og Pepsi í útvarpinu á morgun
Siggi Helga verður við enska hringborðið.
Siggi Helga verður við enska hringborðið.
Mynd: Úr einkasafni
Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson verða með útvarpsþáttinn Fótbolta.net að vanda á morgun milli 12 og 14 á X-inu FM 97,7. Dagskráin verður ekki af verri endanum:

12:00 Andri Júlíusson verður í beinni frá Noregi og við skoðum lokasprettinn í norsku úrvalsdeildinni og hvernig Íslendingarnir hafa verið að standa sig.

12:20 Tryggvi Guðmundsson kemur í heimsókn og skoðar leikmannamálin í Pepsi-deildinni og hvernig liðunum hefur tekist að styrkja sig.

13:00 Sigurður Helgason, stuðningsmaður Manchester City, og Magnús Þór Magnússon á raududjoflarnir.is eru gestir enska hringborðsins. Hitað verður upp fyrir grannaslaginn á sunnudag.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner