Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 31. október 2014 17:30
Elvar Geir Magnússon
Marco Reus: Aðrir meira að spá í minni framtíð
Bayern - Dortmund á morgun
Marco Reus, leikmaður Dortmund.
Marco Reus, leikmaður Dortmund.
Mynd: Getty Images
SkjárSport sýnir stórleik helgarinnar í þýska boltanum í beinni útsendingu. Bayern og Dortmund mætast á morgun laugardag klukkan 17:30.

Marco Reus, leikmaður Borussia Dortmund, segir ekkert til í þeim sögusögnum að hann sé á leið til Bayern München. Þýski landsliðsmaðurinn er samningsbundinn Dortmund til 2017 en hefur oft verið orðaður við Bayern.

„Það eru margir að tala um mína framtíð. Það er fullt af sögusögnum í gangi en ég vil nota tækifærið og segja að aðrir eru meira að hugsa um mína framtíð en ég," segir Reus.

Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern, hefur sagt að félagið hafi áhuga á að tryggja sér þjónustu Reus. Liðin eigast við á morgun.

„Eina sem ég er að hugsa um núna er að fara til München og ná í stigin þrjú fyrir Dortmund," segir Reus en Dortmund hefur farið herfilega af stað í þýsku úrvalsdeildinni, er í 15. sæti með sex töp í níu leikjum.

Betur gengur í Meistaradeildinni eftir sigra gegn Arsenal, Galatasaray og Anderlecht.
Athugasemdir
banner
banner
banner