Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 31. október 2014 07:45
Ívan Guðjón Baldursson
Martinez: Eto'o er gjöf frá fótboltaguðunum
Samuel Eto'o skoraði tvö gegn Burnley.
Samuel Eto'o skoraði tvö gegn Burnley.
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez vonast til að halda Samuel Eto'o hjá Everton í annað ár eftir góða byrjun á tímabilinu.

Eto'o, 33 ára, er búinn að skora þrjú mörk í fimm deildarleikjum með Everton og eitt mark í þremur evrópudeildarleikjum.

,,Auðvitað bjóðum við honum annað ár hjá okkur. Eina sem ég vil er að hann njóti þess að spila fótbolta og sé partur af liðinu," sagði Martinez.

,,Ég bjóst alltaf við því að hann yrði í minnst tvö ár hjá Everton. Hann virkjar samningsákvæðið sem býður honum eins árs framlengingu þegar hann er búinn að vera 15 sinnum í byrjunarliðinu.

,,Það sem skiptir máli er að hann er hér og ég lít á hann sem gjöf frá fótboltaguðunum."

Athugasemdir
banner
banner
banner