Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 31. október 2014 17:39
Elvar Geir Magnússon
Martinez segir að það þurfi að loka á Gylfa
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez, stjóri Everton, segir að hans lið þurfi að finna leið til að loka á Gylfa Sigurðsson og Wilfried Bony þegar Swansea heimsækir Goodison Park á morgun.

Gylfi hefur verið að glíma við nárameiðsli en hefur getað æft í aðdraganda leiksins og verður væntanlega með.

Gylfi og Bony hafa náð gríðarlega vel saman í ensku úrvalsdeildinni og það hefur ekki farið framhjá Martinez.

„Swansea þekkir sína styrkleika vel og kann að spila upp á þá. Þeir eru alltaf ógnandi og það kemur aðallega frá Bony og Sigurðssyni sem eru í fantaformi," sagði Martinez á fréttamannafundi í dag.

„Þeir hafa klárlega staðið upp úr hjá Swansea á tímabilinu. Sigurðsson les leikinn frábærlega, er góður að skapa sér pláss og getur skorað með langskotum. Þá á hann stórhættulegar sendingar og nær afar vel saman með Bony."

„Við þurfum að hafa góðar gætur á þeim tveimur en svo eru líka öflugir leikmenn eins og Bafetimbi Gomis og Jonjo Shelvey."

Leikur Everton og Swansea á morgun hefst klukkan 15:00.


Athugasemdir
banner
banner
banner