Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 31. október 2014 22:00
Alexander Freyr Tamimi
Redknapp: Veit ekki hvað Twitter er og vil ekki vita það
Harry Redknapp.
Harry Redknapp.
Mynd: Getty Images
Harry Redknapp, stjóri Queens Park Rangers, nennti ekki að tjá sig um Twitter bann varnarmannsins Rio Ferdinand.

Ferdinand var dæmdur í þriggja leikja bann af enska knattspyrnusambandinu fyrir ósiðleg ummæli á Twitter, en hann var að svara aðila sem hafði látið hann heyra það.

Aðspurður hvort að Redknapp hyggðist ræða um Twitter notkun við leikmenn sína svaraði hann:

,,Ég veit ekki hvað Twitter er, þannig... ég vil ekki vita það, í hreinskilni sagt. Ég hef engan áhuga," sagði Redknapp á blaðamannafundi.

Hann mun því líklega bara halda áfram að tilkynna væntanleg félagaskipti í gegnum bílrúður, ekki á Twitter.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner