banner
   fös 31. október 2014 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stóri Sam íhugar að gefa nokkrum vetrarfrí
Sam Allardyce íhugar að feta í fótspor Sir Alex Ferguson og senda menn í vetrarfrí.
Sam Allardyce íhugar að feta í fótspor Sir Alex Ferguson og senda menn í vetrarfrí.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, knattspyrnustjóri West Ham, íhugar að gefa nokkrum leikmönnum sínum vetrarfrí þegar sem mest er að gera í ensku úrvalsdeildinni.

Í enska boltanum er leikið gífurlega marga leiki milli jóla og nýárs og heldur Allardyce að sumir af nýju leikmönnunum, sem eru vanir vetrarfríum, þurfi frí.

,,Það eru svo margir leikir á svo skömmum tíma að maður þarf oft að tefla fram leikmönnum sem eru ekki búnir að ná sér frá síðasta leik," sagði Stóri Sam.

,,Nýir leikmenn, eins og Enner Valencia, (Diafra) Sakho, (Cheikhou) Kouyate og (Mauro) Zarate eru vanir að fá frí á jólunum. Ef þeir þurfa hvíld á þessum tíma þá þarf restin af liðinu að halda sér í formi til að hlaupa í skarðið.

,,Ég man eftir samtali við Alex (Ferguson) þar sem hann sagðist senda Nani og Cristiano Ronaldo heim í kringum jólin til að hvíla sig í viku."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner