Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 31. október 2014 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Sky Sports 
Torres: Ennþá í góðu sambandi við Mourinho
Mynd: Getty Images
Fernando Torres segist ennþá eiga í góðu sambandi við Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea.

Torres er hjá AC Milan á tveggja ára lánssamning eftir að hafa komið til Chelsea á 50 milljónir punda frá Liverpool fyrir þremur árum.

Spænski sóknarmaðurinn vann HM með Spánverjum árið 2010 en hefur dalað gríðarlega mikið frá komu sinni til Chelsea.

Hann fékk reglulega sénsa með byrjunarliðinu en skilaboðin í ár voru skýr með komu Diego Costa, Didier Drogba og Loic Remy til félagsins.

,,Mourinho hefur alltaf verið mér góður. Ég ákvað það sjálfur að fara frá félaginu, mér fannst ég þurfa að sinna mikilvægara hlutverki," sagði Torres við Evening Standard.

,,Ég og Mourinho eigum í góðu sambandi og spjöllum reglulega. Það var aldrei í spilunum að ég færi til Atletico Madrid.

,,Ég horfi ennþá á Atletico í hverri viku. Ég hef oft sagt að ég vil ekki enda ferilinn hjá Atletico vegna þess að liðið er mun betra núna heldur en þegar ég var þarna og ég gæti ekki verið í mikilvægu hlutverki."

Athugasemdir
banner
banner
banner