mán 17.júl 2017
Mynd: Liverpool kynnir þriðja búninginn
Liverpool hefur kynnt þriðja búning sinn fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni.

Þriðji búnignurinn er appelsínugulur en hann verður í notkun ef ekki verður hægt að nota rauða aðalbúninginn eða hvíta og ljósgræna varabúninginn.

Liverpool spilar fyrsta leikinn í þriðja búningnum gegn Crystal Palace á miðvikudaginn.

Búningurinn er líkt og aðal og varabúningurinn með sérstakri hönnun í tilefni af 125 ára afmæli Liverpool í ár.

Sjá einnig:
Myndir: Afmælis búningur Liverpool á næsta tímabili
Svona er nýr varabúningur Liverpool