mið 06.des 2017
gudmundur@fotbolti.net
Ronaldo hlóð í met með stórkostlegu marki
Cristiano Ronaldo var á skotskónum þegar Real Madrid bar sigurorðið af Borussia Dortmund í Meistaradeildinni í kvöld.
Ronaldo kom Madrídingum í 2-0 í leiknum sem endaði 3-2 fyrir Madrídarliðið.
Mark Ronaldo í leiknum hafði mikla þýðingu, en með því varð hann fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem skorar í öllum sex leikjum riðlakeppninnar í Meistaradeild Evrópu.
Markið var svo alls ekki af verri gerðinni. Hann tók boltann fyrir utan teiginn og smellti honum í fjærhornið.
Smelltu hér til að sjá mark hans í kvöld.
|