lau 13.jan 2018
Guðlaugur Baldurs gestur í útvarpinu í dag
Guðlaugur Baldursson.
Elvar Geir og Benedikt Bóas verða á X977 í dag og stýra útvarpsþættinum Fótbolti.net. Þátturinn er alla laugardaga milli 12 og 14.

Tómas Þór er staddur í New York og mun Benni gera sitt besta í að fylla hans skarð.

Gestur þáttarins er Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavíkur. Hann stýrði liðinu upp í Pepsi-deildina á síðasta tímabili.

Slæmt gengi Real Madrid, leikir helgarinnar í enska boltanum og Indónesíuverkefni landsliðsins verða einnig til umfjöllunar.