Reynir að sannfæra samlanda sinn um að velja City fram yfir United - Liverpool skoðar miðjumann Porto - Kelleher á förum - Aston Villa þarf að selja
   þri 14. maí 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal tekur frábært skref með kvennalið sitt
Fyrir utan Emirates-völlinn.
Fyrir utan Emirates-völlinn.
Mynd: Getty Images
Það var stórt skref tekið í kvennaboltanum á Englandi í dag þegar tilkynnt var að kvennalið Arsenal muni á næsta tímabili vera með aðalheimili sitt á Emirates-vellinum.

Kvennalið Arsenal mun á næsta tímabili spila ellefu leiki á Emirates-vellinum; átta í ensku úrvalsdeildinni og þrjá í Meistaradeild Evrópu.

Emirates-völlurinn er glæsilegur leikvangur og tekur hann um 60 þúsund manns í sæti.

Kvennaliðið spilaði sex leiki á Emirates-vellinum á yfirstandandi tímabili og var frábærlega mætt á þá leiki. Meðalfjöldinn var rúmlega 52 þúsund manns.

Arsenal er fyrsta stóra félagið á Englandi sem flytur meginþorra heimaleikja sinna á aðalleikvang félagsins. Vonandi er að fleiri lið munu taka það skref í framhaldinu.


Athugasemdir
banner
banner