Foden verður launahæsti Breti sögunnar - Branthwaite á leið til Man Utd - Douglas Luiz eftirsóttur - Potter til Leicester?
   þri 14. maí 2024 10:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hafrún Rakel spáir í 5. umferð Bestu deildar kvenna
Hafrún Rakel Halldórsdóttir.
Hafrún Rakel Halldórsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Sandra heldur áfram að gera það sem hún gerir best'
'Sandra heldur áfram að gera það sem hún gerir best'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hefur verið að æfa hjólarann á hverjum degi í vetur.
Hefur verið að æfa hjólarann á hverjum degi í vetur.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Alda Ólafsdóttir, sóknarmaður Fram, var með fjóra rétta þegar hún spáði í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Í kvöld hefst fimmta umferðin.

Landsliðskonan Hafrún Rakel Halldórsdóttir, sem spilar með Bröndby í Danmörku, spáir í leikina sem eru framundan og stefnir á að ná fimm réttum.

Valur 3 - 0 Tindastóll (17:30 í kvöld)
Valur vinnur þægilegan 3-0 sigur. Guðrún Elísabet með tvö og Berglind Björg opnar markareikninginn sinn í deildinni á ný með screamer.

Þór/KA 3 - 1 Keflavík (18:00 í kvöld)
Boginn… segir allt sem segja þarf. Sandra heldur áfram að gera það sem hún gerir best og setur tvö í 3-1 sigri.

Stjarnan 1 - 2 FH (18:00 í kvöld)
Bæði lið að ströggla aðeins í byrjun tímabils en FH eru með tvær hitasjúkar, Valgerði og Helenu Ósk sem munu gera gæfumuninn í þessum leik. 2-1 fyrir FH með mörkum frá þeim báðum.

Þróttur R. 0 - 1 Víkingur R. (18:00 á morgun)
Stál í stál leikur hérna, Katla mætir aftur í rammann og verður með hverja vörsluna á fætur annarri. Coach king Kristó verður með eldræðu í hálfleik og Vikes sigla þessu heim eftir hana.

Fylkir 0 - 4 Breiðablik (19:15 á morgun)
Mínar konur í Blix kannast ekki við markaþurrð á þessu tímabili og Birta Georgs verður allt í öllu í þessum leik, successful dribbles u.þ.b 29. Ásta og Elín eru hafsentapar to die for og halda hreinu í lautinni. 4-0 easy win og Katrín, sem hefur verið að æfa hjólarann á hverjum degi í vetur, smellhittir hann í vinkilinn. Ekki flókið sport fyrir hana, hún þekkir leikinn vel.

Fyrri spámenn:
Alda Ólafsdóttir (4 réttir)
Diljá Ýr Zomers (3 réttir)
Helena Ólafsdóttir (3 réttir)
Hildur Karítas Gunnarsdóttir (3 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni þegar fjórar umferðir eru búnar. Breiðablik og Valur eru bæði með fullt hús stiga og það stefnir í spennnandi titilbaráttu.

Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 7 7 0 0 21 - 2 +19 21
2.    Valur 7 6 0 1 22 - 8 +14 18
3.    Þór/KA 7 5 0 2 18 - 8 +10 15
4.    FH 7 3 1 3 10 - 13 -3 10
5.    Stjarnan 7 3 0 4 11 - 19 -8 9
6.    Víkingur R. 7 2 2 3 10 - 15 -5 8
7.    Tindastóll 7 2 0 5 8 - 16 -8 6
8.    Keflavík 7 2 0 5 7 - 16 -9 6
9.    Fylkir 7 1 2 4 8 - 15 -7 5
10.    Þróttur R. 7 1 1 5 7 - 10 -3 4
Athugasemdir
banner
banner
banner