Foden verður launahæsti Breti sögunnar - Branthwaite á leið til Man Utd - Douglas Luiz eftirsóttur - Potter til Leicester?
   þri 14. maí 2024 09:30
Innkastið
Sóknarmenn KR í vandræðum - „Verður að gera meira fyrir þetta félag“
Kristján Flóki fékk rautt gegn HK.
Kristján Flóki fékk rautt gegn HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benoný fór illa með góð færi.
Benoný fór illa með góð færi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR er án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum og tapaði 1-2 gegn HK á Meistaravöllum á sunnudag. Lið KR fann sig engan veginn í leiknum og uppspilið var dapurt.

Fremstu menn liðsins náðu sér engan veginn á strik, þeir Kristján Flóki Finnbogason og Benoný Breki Andrésson. Kristján Flóki fékk rautt fyrir glórulausa tæklingu í leiknum og Albert Brynjar Ingason ræddi um það í Stúkunni á Stöð 2 Sport hversu litlu hann hafi skilað fyrir KR.

„Með Kristján Flóka, ég talaði um þetta á síðasta tímabili og tala aftur um þetta núna. Þetta er 71 leikur í efstu deild fyrir KR síðan hann kom, 16 mörk. Ég veit ekki um einn einasta framherja í stærstu félögum Íslands sem hefur fengið þennan líftíma hjá einu félagi og skilað eins litlu og hann. Hann verður að gera meira fyrir þetta félag," sagði Albert Brynjar.

Skrítið að sjá hann klúðra svona færum
Benoný Breka hefur brugðist bogalistin í síðustu leikjum og hann fór illa með nokkur virkilega góð færi í leiknum gegn HK.

„Hann klúðraði vítaspyrnu á mjög mikilvægum tímapunkti gegn KA og átti að koma KR yfir í þessum leik. Hann fékk dauðafæri til þess," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu þar sem umferðin var gerð upp.

„Hann er með boltann tíaðan upp fyrir sig í vítateig. Ég ætla ekki að taka neitt af Arnari (markverði HK), þetta var nokkuð þægilegt," segir Valur Gunnarsson.

„Benoný Breki er frábær sóknarmaður en ótrúlega skrítið að sjá hann klúðra vítinu í síðasta leik og svo þessum færum," segir Elvar.
Innkastið - Hrikalegir dagar fyrir Gregg Ryder
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 10 8 1 1 25 - 10 +15 25
2.    Breiðablik 10 7 1 2 24 - 12 +12 22
3.    Valur 10 6 3 1 23 - 12 +11 21
4.    FH 9 4 2 3 16 - 16 0 14
5.    ÍA 9 4 1 4 18 - 13 +5 13
6.    Fram 9 3 4 2 12 - 12 0 13
7.    Stjarnan 10 4 1 5 17 - 18 -1 13
8.    KR 9 3 2 4 18 - 19 -1 11
9.    Vestri 9 3 1 5 11 - 20 -9 10
10.    HK 9 2 1 6 8 - 17 -9 7
11.    KA 9 1 2 6 13 - 23 -10 5
12.    Fylkir 9 1 1 7 12 - 25 -13 4
Athugasemdir
banner
banner