Man Utd íhugar að halda Ten Hag - Chelsea býður Maresca fimm ára samning - PSG vill Bruno
   mið 15. maí 2024 12:37
Elvar Geir Magnússon
Birkir framlengir við Brescia - Umspil framundan
Birkir hefur átt gott tímabil í ítölsku B-deildinni.
Birkir hefur átt gott tímabil í ítölsku B-deildinni.
Mynd: Getty Images
Birkir Bjarnason hefur verið fastamaður hjá Brescia í ítölsku B-deildinni í vetur. Hann spilaði 37 af 38 deildarleikjum liðsins en það hafnaði í áttunda sæti og náði síðasta umspilssætinu.

Brescia mætir Catanzaro í umspilinu á laugardaginn og á enn möguleika á því að koma sér upp í A-deildina.

Ítalskir fjölmiðlar segja að Birkir, sem er 35 ára, sé nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Brescia út næsta tímabil. Þá er sagt að SPAL hafi sýnt honum áhuga og líklegt að hann hefði farið þangað ef hann hefði ekki fengið tilboð um nýjan samning.

Birkir hefur verið að spila sem sóknarmiðjumaður hjá Brescia og hefur skorað fimm mörk á tímabilinu.

Hann hefur spilað 113 landsleiki fyrir Ísland en ekki spilað landsleik síðan 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner