Man Utd íhugar að halda Ten Hag - Chelsea býður Maresca fimm ára samning - PSG vill Bruno
   mið 15. maí 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Maresca hafnar tilboðum til að þjálfa Leicester í úrvalsdeildinni
Mynd: Leicester
Mynd: Getty Images
The Telegraph er meðal fjölmiðla sem greinir frá því að ítalski þjálfarinn Enzo Maresca ætli sér ekki að yfirgefa Leicester City í sumar þrátt fyrir starfstilboð víðsvegar úr Evrópu.

Leicester vann Championship deildina á fyrsta tímabilinu undir stjórn Maresca og er hann spenntur fyrir að reyna fyrir sér í deild þeirra bestu, en hann er samningsbundinn Leicester næstu tvö árin.

Maresca er 44 ára gamall og starfaði sem aðstoðarþjálfari Pep Guardiola hjá Manchester City áður en hann var ráðinn til Leicester í fyrra.

Maresca telur sig vera skuldbundinn Leicester og ætlar hann að hafna öllum starfstilboðum sem berast í sumar þrátt fyrir erfiðar aðstæður innan félagsins.

Talið var að Maresca gæti yfirgefið Leicester eftir að félagið var ákært af enska fótboltasambandinu fyrir brot á fjármálareglum og gæti þurft að hefja næsta tímabil í úrvalsdeildinni með mínusstig.

Þrátt fyrir þetta átti Maresca jákvæðar samræður við Aiyawatt Srivaddhanaprabha, forseta Leicester, á dögunum. Í þeim samræðum ítrekaði hann mikilvægi þess að bjóða Jamie Vardy og Jannik Vestergaard nýja samninga áður en þeir verða samningslausir í sumar.

Kelechi Iheanacho, Wilfred Ndidi, Dennis Praet og Marc Albrighton verða einnig samningslausir í sumar auk þess sem Callum Doyle og Yunus Akgun snúa aftur heim eftir lánssamninga. Leicester mun þó nýta ákvæði til að kaupa kantmanninn efnilega Issahaku Fatawu frá Sporting CP eftir gott tímabil á láni.

Sevilla og Porto eru meðal félaga sem eru sögð vera áhugasöm um að ráða Maresca sem aðalþjálfara, en hann spilaði yfir 100 leiki fyrir Sevilla á ferli sínum sem fótboltamaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner