Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
   lau 27. apríl 2024 20:12
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum komin með forystuna en þær jöfnuðu leikinn. Þetta var hörkuleikur og vissulega hefðum við viljað og teljum okkur hafa átt það skilið að ná í þrjú stig.“ Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Fylkis að loknum nýliðaslag Víkings og Fylkis í Vikinni í dag sem lauk með 2-2 jafntefli.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Fylkir

Fylkisliðið lent í mótlæti á vellinum í fyrri hálfleik svo að segja. Fyrst var dæmd vítaspyrna á Tinnu Brá Magnúsdóttur markvörð þeirra sem bætti fyrir mistök sína og varði spyrnu Shainu Ashouri. Þá gerði Mist Funadóttir sig seka um mistök þegar Víkingar komust yfir á 43. mínútu þegar hún átti slæma sendingu sem mark kom upp úr. Mínútu síðar hafði hún rétt sinn hlut við með glæsilegu marki og jafnaði þar með leikinn.

„Stórkostlegt að sjá hvernig Mist brást við fyrsta markinu þeirra þar sem að hún átti feilsendingu. Alvöru leikmenn gera eins hún gerði, óð bara upp völlinn, vann boltann og smellti honum í hornið fjær. Efast um að það hafi liðið mínúta frá því þær komust yfir. Þetta lýsir svolítið karakternum í þessum stelpum. Þær eru ótrúlega öflugar og flottar.“

Mætir dóttur sinni í næstu umferð.
Gunnar Magnús hefur í mörg horn að líta í boltanum þessa daganna en auk þess að þjálfa lið Fylkis er hann eflaust vakinn og sofinn yfir því að fylgja Sigurbjörgu Diljá Gunnarsdóttur dóttur sinni sem fædd er árið 2008 eftir en hún hefur byrjað fyrstu tvo leiki Keflavíkur á tímabilinu án þess þó að karl faðir hennar hafi komist á völlinn vegna leikja Fylkis. Hann þarf þó ekki að hafa áhyggjur af því fyrir næstu umferð þar sem mótherjinn er einmitt Keflavík.

„Þetta er alltaf tvöfalt streitustig á mér. Ofboðslega leiðinlegt að geta ekki fylgst með henn taka sín fyrstu spor byrjandi inn á gegn Blikum og Stjörnunni í dag. Ég neita því ekkert að ég var í skjánum að fylgjast með fyrir þennan leik í Keflavíkinni. Þetta er jú dóttir manns og það er erfitt að vera fjarri því. En það vill svo til að næsti leikur er gegn Keflavík svo að vikan á heimilinu hún verður eitthvað sérstök. Þannig að ég næ að sjá næsta leik með henni.“

Sagði Gunnar Magnús en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner