Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 04. febrúar 2011 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Hörður Björgvin æfir stíft með Juventus - Bíður eftir leikheimild
Hörður ,,Bianco
Hörður ,,Bianco" Magnússon
Mynd: Úr einkasafni
Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Juventus á Ítalíu æfir þessa dagana stíft með liðinu en hann bíður enn eftir leikheimild með félaginu.

Hörður, sem er 17 ára gamall miðvallarleikmaður kom til Juventus frá Fram á lánssamning nú snemma í janúar, en samningurinn gildir fram í júní.

Hann hefur þó ekki geta leikið með liðinu undanfarið þar sem hann bíður eftir leikheimild, en það hefur tekið rúmlega mánuð fyrir knattspyrnusamband FIFA að fá keppnisleyfi fyrir hann, en það ætti að öllu óbreyttu að vera tilbúið fyrir næsta leik hans.

Hörður æfir núna stíft með varaliðinu eða Primavera eins og það kallast, en liðið situr í 2. sæti deildarinnar með 28 stig. Genoa er á toppnum með 29 stig og svo situr Fiorentina í 3. sætinu með 27 stig.

Næsti leikur liðsins er gegn Novara og býst Hörður við því að spila þar, en hann er þegar kominn með númer hjá liðinu og leikur hann í treyju númer 34.

Hann er kominn með nokkur viðurefni þarna í Túrin, en hann er oft kallaður Bianco sem eins og margir vita þýðir hvítur á ítölsku, en þar er vísað í hárlit hans enda ekki oft sem ljóshærðir menn sjást á Ítalíu.

Hann á að baki 18 landsleiki með U17, U18 og U19 ára liði Íslands, en hann var fyrirliði bæði U17 og U18 ára liðsins. Þá hefur hann spilað sex leiki fyrir Fram í Pepsi-deildinni undanfarin tvö tímabil.
banner
banner
banner