Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 27. september 2011 17:00
Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Baldursson hættur með ÍR
Guðlaugur Baldursson er hættur þjálfun 1. deildarliðs ÍR en þetta staðfesti hann við Fótbolta.net rétt í þessu.

Guðlaugur sagðist hafa tilkynnt ÍR-ingum að hann muni ekki halda áfram þjálfun liðsins en hann býst þó við að halda áfram í þjálfun.

Guðlaugur tók við þjálfun ÍR haustið 2007 og á fyrsta ári náði hann frábærum árangri með liðið því árið 2008 vann ÍR Reykjavíkurmótið, B-deild Lengjubikarsins og hafði mikla yfirburði í 2. deild karla þar sem liðið tapaði bara einum leik á tímabilinu.

Hann hefur síðan þá þjálfað liðið í 1. deildinni undanfarin ár en í sumar var liðið í fallbaráttu og endaði í 9. sæti deildarinnar af 12 með 22 stig úr 22 leikjum.

Áður en hann þjálfaði ÍR hafði hann þjálfað ÍBV en þar á undan yngri flokka FH. Hann hefur starfað við þjálfun í akademíu hjá FH með starfi sínu hjá ÍR undanfarin ár.
banner
banner