Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 03. mars 2010 17:08
Þórður Már Sigfússon
Heimild: Goal.com 
Rangstöðureglan hugsanlega afnumin?
Hlutverk línuvarða mun minnka verði rangstaðan afnumin.
Hlutverk línuvarða mun minnka verði rangstaðan afnumin.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Þær fregnir berast nú frá höfuðstöðvum Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, að verið sé að skoða þann möguleika að afnema rangstöðuregluna úr knattspyrnunni.

Hinn mjög svo umdeildi forseti sambandsins, Sepp Blatter, er sagður hafa viðrað þessa byltingarkenndu hugmynd við starfsbróðir sinn hjá Alþjóða íshokkýsambandinu, Leandro Negre, en þar á bæ eru menn mjög ánægðir með þróun leiksins í kjölfar þess að rangstaðan var afnumin árið 1998.

Negre segist hafa átt í óformlegum viðræðum við Blatter um málið en það mun vera á algjöru byrjunarstigi og alls kostar óljóst hvort það verði eitthvað meira en áhugasöm hugdetta frá Blatter.

Ljóst má telja að afnám rangstöðureglunnar myndi gjörbylta knattspyrnunni í núverandi mynd og vonast án efa margir innan hennar að ekki verði neitt frekar úr þessum áformum Blatter.
banner
banner
banner
banner